Strætó skerðir þjónustu í dag vegna manneklu

Strætisvagnastjórar eru margir í sóttkví eða einangrun.
Strætisvagnastjórar eru margir í sóttkví eða einangrun. mbl.is/Hari

Áætlun leiðar 3 verður skert hjá Strætó bs. í dag vegna þess hve margir bílstjórar eru í sóttkví eða einangrun.

Þannig verður „þristinum“ ekki ekið á 15 mínútna fresti yfir háannatímann (milli kl. 7 og 9 og millli kl. 15 og 18) heldur á 30 mínútna fresti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs.

Þar segir einnig að veiran hafi áhrif á strætóleiðir 58 og 82 á Snæfellsnesi, en morgunferðir leiðanna verða felldar niður vegna manneklu.

mbl.is