Vegagerðin varar við að blindbylur geti orðið á heiðum suðvestanlands snemma í dag. Með vísan til orða Veðurstofunnar er því rétt að fara mjög gætilega þegar ekið er um t.d. Hellisheiði eða Þrengsli í dag.
„Með þeim sterka V-stormi sem gengur yfir í dag má gera ráð fyrir að kólni og með éljum og blindu á heiðum suðvestanlands, s.s. Hellisheiði og í Þrengslum frá því upp úr hádegi, en tekur að lægja undir kvöld,“ segir í ábendingu Veðurstofunnar til Vegagerðarinnar.
Ekkert ferðaveður er í dag og gular og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Flugferðum frá Keflavík hefur verið aflýst.