Hundleiðinlegt veður í dag

Hundleiðinlegt verður í vændum.
Hundleiðinlegt verður í vændum. Kort/Veðurstofa Íslands

Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún ferðast norðaustur yfir landið í dag. Víða verður stormur eða rok seinnipartinn í dag og kólnar með éljum.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að bæði gular og appelsínugular veðurviðvaranir verði í gildi á landinu. Varasamt ferðaveður.

Gert er ráð fyrir vaxandi vestanátt fyrripart dags og rigning eða skúrir en þurrt að kalla norðaustanlands.

Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig á landinu öllu í dag en í kvöld á að lægja. Á morgun veður rólegra veður og víða dálítil él en öllu kaldara: Frost á bilinu 0 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert