Ófært víða og Hellisheiði lokað

Í Vestmannaeyjum flettist upp malbik vegna óveðursins.
Í Vestmannaeyjum flettist upp malbik vegna óveðursins. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Bæði Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð vegna veðurs. Þetta segir á Twitter-síðu Vegagerðarinnar.

Ekki er enn vitað hversu lengi lokunin stendur. Búist var við að vindinn tæki að lægja upp úr klukkan 18 en sú spá hefur ekki gengið eftir, að sögn Vegagerðarinnar.

Þá hefur verið varað við flughálku og óveðri á Mosfellsheiði og hálku á Bláfjallavegi. Í Vestmannaeyjum flettist upp malbik vegna óveðursins.

Á Norðausturlandi er varað við hálku. Hálkublettir eða greiðfært er með ströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert