Skipti á skipum í skoðun

Gamli Herjólfur gæti verið á leið til Færeyja.
Gamli Herjólfur gæti verið á leið til Færeyja. mbl.is/Sigurður Bogi

Áhugi er fyrir því að kaupa frá Færeyjum til Íslands ferjuna Teistuna, sem sl. tuttugu ár hefur verið notuð til siglinga til Sandeyjar frá Skopun á Sandey, skammt frá Þórshöfn. Frá þessu var greint í gær á vef Kringvarps, sem er ríkisútvarpið í Færeyjum.

Í fréttinni eru þessar fyrirætlanir sagðar tengjast því að Færeyingar fái Herjólfi III, sem hefur að mestu legið við bryggju í Vestmannaeyjum ónotaður síðan Herjólfur IV kom til landsins sumarið 2019.

Hefur í því sambandi meðal annars verið rætt meðal fulltrúa Vegagerðarinnar og Strandfarskipa, sem sinna almenningssamgöngum í Færeyjum, að hægt verði að fá Herjólf til baka með stuttum fyrirvara, ef á þarf að halda vegna siglinga til og frá Vestmannaeyjum. Meðal Færeyinga hefur verið áhugi á að nota Herjólf til siglinga milli Þórshafnar og Þvereyrar á Suðurey, en þar í millum er að jafnaði um tveggja stunda sigling á opnu hafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »