Skjálfti við Húsafell

Húsafell í sumar.
Húsafell í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálfti upp á tæplega 3,3 varð við Lundarreykjadal suðvestur af Húsafelli rétt fyrir klukkan 19 í kvöld. Þetta staðfestir Veðurstofa Íslands í samtali við mbl.is.

Tveir hafa þegar mælst yfir 3 á svæðinu það sem af er ári og er þetta því þriðji stóri skjálftinn á stuttu tímabili. 

Alls hafa um 160 skjálftar orðið á svæðinu á einni viku, eða frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Skjálftahrinan sem um ræðir hófst í desember. Stærsti skjálftinn var fyrir viku, 18. janúar, og var 3,3 að stærð.

Er því skjálftinn í kvöld sá næststærsti í hrinunni.

Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði við Morgunblaðið í gær að skjálftar hrinunnar væru fremur smáir í sögulegu samhengi en þó rannsóknarefni.

Þá væri engin ástæða til þess að ætla að skjálftarnir væru tengdir kvikuhreyfingum þar sem ekki væri um eldvirkt svæði að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert