Dómssátt gerð og kæra dregin til baka

Frá Höfn í Hornafirði. Kæra á hendur bæjarstjóranum hefur verið …
Frá Höfn í Hornafirði. Kæra á hendur bæjarstjóranum hefur verið felld niður. mbl.is/Sigurður Bogi

Dómssátt hefur náðst á milli sveitarfélagsins Hornafjarðar og félagsins Hátíðni ehf. sem lagt hafði fram kæru á hendur bæjarstjóranum og fleiri kjörnum fulltrúum vegna mögulegs auðgunarbrots í starfi. Eigandi Hátíðni hélt því fram að sveitarfélagið hefði gefið út tilhæfulausan reikning á félagið til að skuldajafna á móti kröfu sem gerð hafði verið á sveitarfélagið.

Dómssátt var gerð um þá reikninga sem var deilt um og lauk þar með efnislegum ágreiningi málsaðila. Hluti af samkomulaginu fól í sér að kæra á hendur Matthildi Ásmundardóttur, bæjarstjóra Hornafjarðar, og fleiri öðrum kjörnum fulltrúm var dregin til baka.

Notkun ekki hætt þrátt fyrir uppsögn

For­saga máls­ins var sú að Horna­fjörður var með þjón­ustu­samn­ing við Hátíðni ehf. um rekst­ur tölvu- og upp­lýs­inga­kerf­is í tugi ára en samn­ingn­um var sagt upp í júní 2017. Hluti af þjón­ust­unni voru gagna­teng­ing­ar sem sveit­ar­fé­lag­inu bar að hætta allri notk­un á við samn­ings­lok.

Sam­kvæmt kær­unni var notk­un hins veg­ar ekki hætt og sendi Hátíðni sveit­ar­fé­lag­inu reikn­inga fyr­ir notk­un­inni. Um þá skapaðist ágrein­ing­ur en þeir voru ekki verið greidd­ir þrátt fyr­ir greiðslu­áskor­an­ir.

Á myndinni má sjá gula ör sem bendir á línu …
Á myndinni má sjá gula ör sem bendir á línu þar sem loftnetið var staðsett. Ljósmynd/Aðsend

Hafnaði greiðsluskyldu

Í kær­unni kom fram að í til­raun sveit­ar­fé­lag­ins til að kom­ast und­an greiðslu­skyldu hafi verið út­bú­inn ólög­mæt­ur reikn­ing­ur á Hátíðni ehf., vegna meintr­ar leigu á aðstöðu í Gamla vatnstankn­um, hús­næði í eigu sveit­ar­fé­lags­ins. En eig­andi fé­lags­ins var með lítið loft­net uppi á tankn­um.

Hafn­aði hann greiðslu­skyldu á þeim for­send­um að sam­komu­lag hafi verið í gildi á milli hans og sveit­ar­fé­lags­ins þess efn­is að hann hefði lyk­il að vatnstankn­um og þjónusti sveit­ar­fé­lagið, meðal ann­ars með því að hleypa inn starfs­mönn­um fjar­skipta­fyr­ir­tækja sem eru þar með búnað.

mbl.is