720 tilkynningar um kynferðisofbeldi

mbl.is/Hari

Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gagnvart börnum fjölgaði mikið í fyrra frá árinu ár undan. Á síðasta ári bárust 720 tilkynningar, eða 39,8% fleiri en á árinu 2020. Þær vörðuðu 525 stúlkur og 195 drengi.

Tilkynningum vegna vanrækslu fækkaði lítið eitt í fyrra en alls bárust 3.827 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum og fjölgaði þeim um 1,6% frá árinu á undan samkvæmt nýju yfirliti Barna- og fjölskyldustofu. Í fyrra bárust 2.245 tilkynningar vegna tilfinningalegs ofbeldis gagnvart börnum, nokkru færri en árið á undan. Tilkynningum um vanrækslu varðandi nám fjölgaði hins vegar töluvert í fyrra en þá bárust 266 tilkynningar um slíka vanrækslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert