Beint: Á réttum forsendum

Loftslagsmál og sjálfbærni verða til umræðu.
Loftslagsmál og sjálfbærni verða til umræðu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Janúarráðstefna Festu „Á réttum forsendum!“ hófst klukkan 9:00 og stendur til klukkan 12:00. Hér að neðan er hún í beinu streymi.

„Um er að ræða stærstu ráðstefnu á sviði sjálfbærni á Íslandi. Þátttakendur í umræðum eru sérfræðingar og stjórnendur sem vinna að því að finna leiðir til að efla sjálfbærni fyrirtækja,“ segir í tilkynningu um ráðstefnuna. 

„Á ráðstefnunni verða framsögur tveggja heimsþekktra fræðimanna sýnd en þau hafa leitt umræðu á alþjóðasviðinu þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálefnum. Katrin Bosworth er höfundur kleinuhringja hagfræðinnar (e. Doughnut Economics), hagfræðilíkan sem leitast eftir því að finna jafnvægi milli grunnþarfa mannkynsins innan þolmarka jarðarinnar (e. Planetery Bounderies). Johan Rockström forstöðumaður Potsdam Institute for Climate Impact Research í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum á þrautseigju vistkerfa jarðar.“

Í kjölfar framsagna verða pallborðsumræður þar sem íslenskir fræðimenn og stjórnendur úr atvinnulífinu munu ræða helstu áskoranir á sviði sjálfbærni og loftslagsmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert