Breytt skipan ráðuneyta gagnrýnd en samþykkt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Tillagan var samþykkt með 34 atkvæðum gegn sex en 15 greiddu ekki atkvæði.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu tillöguna og sögðu það býsna skrítið að verja fjármunum í þetta mál en forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þora að gera breytingar.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði hvort ekki væri best að fara vel með skattfé og sagði að kosningasigur Framsóknarflokksins ætlaði að reynast þjóðinni dýr. Þessar breytingar væru eingöngu gerðar til að stilla af valdahlutföllin innan ríkisstjórnarinnar.

Eva Sjöfn Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði hver forgangsröðunin væri. Ekki væri hægt að niðurgreiða sálfræðiþjónustu en hægt væri að bæta við ráðuneyti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert