Háskólinn minnist Rósalindar

Rósalind rektor að meta aðstæður á Háskólatorgi.
Rósalind rektor að meta aðstæður á Háskólatorgi. mbl.is/Arnþór

Háskóli Íslands minnist kattarins Rósalindar, sem oft var kölluð Rósalind rektor, á facebooksíðu sinni en hún dó fyrr í mánuðinum.

„Þessi smávaxni háskólaborgari kætti í senn kennara og nemendur og fór jafnan sínar eigin leiðir á háskólasvæðinu,“ segir í færslunni.

Þá segir að viðbrögð við dauða Rósalindar hafi verið mikil og ljóst að margir muni sakna kattarins.

„Við kveðjum þessa lærdómsfúsu læðu með bæði hlýhug og þakklæti.“mbl.is