Hjúkrunarfræðingar treysta sér ekki í fullt starf

Frá bráðamóttöku Landspítala.
Frá bráðamóttöku Landspítala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala hafa á undanförnum mánuðum óskað eftir lækkun á starfshlutfalli. Ástæðan sem þeir hafa gefið er sú að þeir treysta sér ekki til þess að starfa í fullu starfshlutfalli, að sögn Gunnars Ágústs Beinteinssonar, framkvæmdastjóra mannauðs hjá Landspítalanum.

„Þessara breytinga hjá þeim varð vart í október sl. og hafa þær verið að taka gildi á síðustu vikum í samræmi við lögbundinn uppsagnarfrest og gildandi kjarasamninga,“ sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Að sama skapi eru aðrir hjúkrunarfræðingar að hækka starfshlutfall sitt.“

Tilefni fyrirspurnarinnar var ábending sem barst um að hjúkrunarfræðingar geti minnkað fast starfshlutfall sitt, jafnvel allt niður í 50%. Séu þeir beðnir um meira vinnuframlag verði það í formi aukavakta eða yfirvinnu. Það geti mögulega skilað þeim hærri tekjum en ef starfshlutfallið væri aukið sem nemur yfirvinnunni.

„Lækkun á starfshlutfalli leiðir óneitanlega til lækkunar á launum í samræmi við breytt starfshlutfall en þessir hjúkrunarfræðingar hafa líkt og aðrir hjúkrunarfræðingar bráðamóttökunnar möguleika á að taka aukavaktir ef þær bjóðast,“ sagði í svari spítalans. Ítrekað hefur komið fram að fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »