Hvöss eða allhvöss norðanátt á morgun

Það hvessir á morgun.
Það hvessir á morgun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, 5 til 10 metrum á sekúndu, él og hita í kringum frostmark. Lengst af verður bjart, þurrt og frost 0 til 6 stig norðan- og austanlands.

„Í kvöld koma skil að vestanverðu landinu og þá gengur í sunnan 8-15 m/s með snjókomu. Skilunum fylgir hlýrra loft og er líður á kvöldið breytist úrkoman í slyddu og síðan rigningu á Suður- og Vesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Á morgun gerir spáin ráð fyrir suðvestanátt og él, en léttum skýjum norðaustanlands.

„Eftir hádegi snýst vindur í vaxandi norðanátt með snjókomu, en að sama skapi birtir um sunnanvert landið. Útlit er fyrir að norðanáttin verði allhvöss eða hvöss og því er hríðarveður líklegt norðantil síðdegis á morgun, einkum á fjallvegum.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is