Malbikunarstöðin enn myrkrum hulin

Reykjavík á og rekur malbikunarstöðina Höfða.
Reykjavík á og rekur malbikunarstöðina Höfða. mbi.is/sisi

Fyrir viku samþykkti borgarráð að fela fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar að meta kosti þess og galla að selja Malbikunarstöðina Höfða hf. Óljóst er hins vegar hvort kaupandi sé auðfundinn. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Lengi hefur verið bent á að ekki fari vel á því að borgin standi í samkeppnisrekstri og malbikunarstöðin einatt nefnd til sem dæmi um það. Meirihlutar Samfylkingarinnar undanfarin kjörtímabil hafa ekki tekið þær aðfinnslur minnihlutans til sín, en Viðreisn hafði það að öðru höfuðskilyrða fyrir þátttöku í meirihlutanum 2018 að sala stöðvarinnar yrði skoðuð og ekki seinna vænna fyrir borgina að gera eitthvað í því fyrir lok kjörtímabilsins.

Margt annað hefur þó verið gagnrýnt vegna malbikunarstöðvarinnar, bæði um rekstur hennar, verkkaup borgarinnar af henni og fyrirætlaður flutningur til Hafnarfjarðar vakti mismikla hrifningu.

Þungur rekstur og stór lán

Í greinargerð og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021 er ekki látin í ljós mikil bjartsýni um rekstrarhorfur Höfða, en hins vegar gert ráð fyrir að flutningarnir kosti 1.700 milljónir króna, sem fjármagnaðir voru með tveimur lánum í fyrra til 15 ára. Ekki kemur fram hver veitti lánin, en vert að hafa í huga að eigandinn, Reykjavíkurborg, á ekki að geta gengið í ábyrgðir fyrir það.

Rekstur félagins hefur ekki gengið vel upp á síðkastið, hallarekstur á liðnu ári og 2020 voru tekjur þriðjungi undir væntingum. Við blasir að flutningskostnaðurinn léttir róðurinn ekki, en eins kynni hann að setja strik í reikninginn ef vilji reynist til þess að selja fyrirtækið.

Spurningar og hulin svör

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði um miðjan nóvember fram fyrirspurn um Höfða í átta liðum í borgarráði. Henni var vísað til skrifstofu borgarstjóra og bárust svörin loks í liðinni viku. Þau eru hins vegar hjúpuð trúnaði, einmitt vegna þess að fyrirtækið er á samkeppnismarkaði, og því ómögulegt að glöggva sig á meginatriðum málsins.

„Þetta er fyrst og fremst prinsippmál. Borgin á ekki að vera í samkeppnisrekstri,“ segir Hildur í samtali við Morgunblaðið. Hún segist ekki geta rætt einstök atriði svaranna, en segir þó að sala á malbikunarstöðinni muni „ekki gera neitt stórkostlegt fyrir fjárhag Reykjavíkurborgar“. Hún segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar felist ekki mikil verðmæti í henni.

„Þetta er fyrst og fremst prinsippmál. Borgin á ekki að …
„Þetta er fyrst og fremst prinsippmál. Borgin á ekki að vera í samkeppnisrekstri,“ segir Hildur. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »