Skerðingar í meðalárum

Ef raforkunotkun eykst eins og opinberar spár gera ráð fyrir eru líkur á að draga þurfi úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári strax á næsta ári. Ekki aðeins í lélegu vatnsári eins og nú er og hefur leitt til skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda samkvæmt samningum um skerðanlega orku. Það er niðurstaða greiningar á afl- og orkuþörf sem er á lokastigi hjá Landsneti.

Staðan verður mun verri ef áform um orkuskipti eða aukning á fyrirtækjamarkaði verður umfram spár eins og búast má við vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni raforku og stefnu stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum.

Frétt af mbl.is

Styrkja þarf flutningskerfið

Greining Landsnets grundvallast á gildandi raforkuspá stjórnvalda og þeirri staðreynd að ekki eru að bætast við stórar virkjanir á næstu árum. Hins vegar getur vel verið að landsmenn sleppi fyrir horn, ef úrkoma verður mikil og Landsvirkjun fær mjög góð vatnsár á komandi árum.

Landsnet telur að með styrkingu flutningskerfisins megi bæta stöðuna talsvert. Guðmundur Ásmundsson forstjóri segir að kerfið sé of þungt lestað og við það tapist orka. Þá takmarki kerfið möguleika á að fullnýta virkjanir. Samtals svarar þetta til afls einnar virkjunar á stærð við raforkuframleiðslu Svartsengis á Reykjanesi.

Stefnir í aflskort

Greining Landsnets á afljöfnuði bendir til þess að það stefni hratt í aflskort í landinu, það er að segja að virkjanir anni ekki þörf. Hámarksálag nálgast uppsett afl í virkjunum og spáð er að því marki verði náð árið 2024. Er það talin óæskileg staða í raforkukerfum, að ekki sé borð fyrir báru og nauðsynlegt sé að keyra nýjar og gamlar aflstöðvar alltaf á fullu afli.

Staðan í virkjunum bætist við orkuskortinn og mun að mati Landsnets leiða til síaukinna skerðinga raforkuafhendingar á næstu árum vegna bilana og reglubundins viðhalds í raforkukerfinu. Það leiðir til vaxandi keyrslu varavéla og katla sem brenna olíu. Þá verður vandasamt að ráða við stærri truflanir vegna óveðurs eða bilana í stórum virkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert