Stórhuga áform KR-inga

Svæði KR mun taka stakkaskiptum, nái áformin fram að ganga.
Svæði KR mun taka stakkaskiptum, nái áformin fram að ganga. Tölvumnd/ASK arkitektar

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæði KR í Frostaskjóli hefur verið kynnt borgaryfirvöldum. Markmiðið er að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta- og þjónustubygginga. Auk þess er áformað að auka fjölbreytni svæðisins með byggingu íbúða á jöðrum lóðarinnar í samræmi við markmið aðalskipulags samkvæmt uppdráttum ASK Arkitekta ehf. og Bj. Snæ.slf. Skipulags- og samgönguráð samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum að auglýsa tillöguna.

Borgarráð samþykkti í nóvember 2017 viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu. Í maí 2021 komst hreyfing á málið þegar borgarráð samþykkti drög að samkomulagi á milli KR og Reykjavíkurborgar. Það fól í sér uppbyggingu á lóð KR auk þátttöku borgarinnar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss.

„Í tillögu kom fram að aðilar eru sammála um að nýtt deiliskipulag fyrir heildarsvæðið til langs tíma sé mikilvægt til að staðfesta sameiginlega framtíðarsýn um þróun íþróttasvæðis KR í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila í vesturbæ Reykjavíkur,“ segir í greinargerð um endurskoðun deiliskipulags.

Tillagan gerir ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu auk íbúðabyggðar. Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert