Vatnshæðin veldur vanda

Íshrannir á Skorradalsvatni eru eins og rakvélarblöð og skera sig …
Íshrannir á Skorradalsvatni eru eins og rakvélarblöð og skera sig inn í landið. Ljósmynd/Pétur Davíðsson

„Við þurfum að koma þessum málum á hreint, svo hér verði ekki áfram landskemmdir,“ segir Pétur Davíðsson á Grund í Skorradal. Landeigendur þar í sveit hafa lengi, og af þunga síðustu daga, deilt á Orku náttúrunnar (ON) fyrir hvernig staðið er að vatnsmiðlun í Skorradalsvatni fyrir Andakílsárvirkjun. Miðlunarleyfi atvinnuvegaráðuneytisins frá 1957 leyfir allt að 50 cm hækkun á tímabilinu frá 15. september til 15. maí. Þá er miðað við náttúrulega hæð Skorradalsvatns, en frá því fellur Andakílsá sem var virkjuð árið 1947.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Skilningur heimamanna er sá að náttúruleg vatnshæð í Skorradalsvatni sé 61,60-61,70 metrar yfir sjó. Megi þó hækka um að hálfan metra þar yfir á fyrrnefndu tímabili. Hjá ON er hins vegar viðmiðið að hæðin megi standa í 62,58 m.y.s.

Um hæðarmörkin hefur lengi verið þráttað, án niðurstöðu. „Að undanförnu hefur hér verið hvasst og vatnið staðið hátt. Við höfum lagt áherslu á að vatnshæðin verði lækkuð til að hafa borð fyrir báru þegar veðurspá er slæm,“ segir Pétur. Sunnudaginn 16. janúar sl., í aðdraganda mikillar úrkomulægðar, var vatnshæð í 61,85 metrar. Á hádegi 18. janúar var hæðin 62,48 metrar. Hækkun um 63 cm á einum og hálfum sólarhring.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »