Sprenging varð í tengivirki á Nesjavöllum

Nesjavallavirkjun.
Nesjavallavirkjun. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sprenging varð í tengivirki í Nesjavallavirkjun snemma í morgun með tilheyrandi dökkum reyk. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi barst tilkynning þess efnis laust fyrir klukkan sex í morgun.

Engin slys urðu á fólki en brunavarnir Árnessýslu voru sendar á vettvang til að slökkva eldinn.

mbl.is