1.186 smit innanlands

Ekki kemur fram hversu mörg sýni voru tekin í gær.
Ekki kemur fram hversu mörg sýni voru tekin í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gær, föstudaginn 28. janúar greindust 1203 með Covid-19 smit, þar af greindust 17 sem landamærasmit. Smitin innanlands voru því 1.186 og af þeim var 531 í sóttkví.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Fjöldi þeirra sem eru í einangrun og hversu mörg PCR sýni voru tekin í gær, kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð nk. mánudag.

Eins og áður þá teljast þessar tölur sem sendar eru út um helgar, sem bráðabirgðatölur.  

mbl.is