Allir kettirnir eiga hluta af hjarta mínu

Ragnheiður með skjólstæðinga.
Ragnheiður með skjólstæðinga.

„Það má segja að undanfarin tíu ár hafi verið gefandi en líka afskaplega krefjandi og oft og tíðum mjög erfið. Þetta er ekki allt eintóm gleði og kettlingaknús, þessu fylgir margt sem erfitt er að takast á við,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem stýrir starfsemi Kisukots á Akureyri. Tíu ár eru í dag, 29. janúar, frá því hún hóf starfsemina á heimili sínu sem hún hefur aðlagað starfseminni. Á þeim áratug sem liðinn er hefur hún tekið á móti um 1.300 köttum, hlúð að þeim og komið þeim inn á heimili.

Ragnheiður segir að erfiðast sé að fá inn til sín illa farna ketti eða veika ketti og það sé ævinlega svo að ekki sé hægt að bjarga öllum þótt reynt sé til hins ýtrasta. „Það tekur virkilega á í hvert einasta sinn sem ekki tekst að bjarga einhverri kisunni. Það hafa ófá tárin fallið yfir örlögum þeirra. En vissulega eru gleðistundirnar margar og sem betur fer komast flestir kettirnir á góð heimili þar sem vel er hugsað um þá og þeir fá að blómstra. Það er alltaf yndislegt að fá fréttir af þessum köttum og sjá hve vel fer um þá. Þær kisur sem haft hafa viðkomu hér hjá mér eiga alltaf hluta af hjarta mínu,“ segir Ragnheiður.

Lengra viðtal má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert