Bálhvasst og kalt

Gul viðvörun er í gildi.
Gul viðvörun er í gildi. Kort/Veðurstofa Íslands

Áfram má búast við norðvestanstormi eða -roki á austanverðu landinu fram eftir morgni en gul viðvörun er í gildi til hádegis á Austfjörðum, Suðausturlandi og miðhálendinu. 

Vindur getur farið í yfir 40 m/s í hviðum og búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Upp úr hádegi dregur úr vindi í þesum landshlutum.

Spár gera ráð fyrir frosti um allt land, 0 til 10 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Suðvestan 10-18 m/s og éljagangur á morgun, hvassast við vesturströndina, en úrkomulítið austan til. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is