Hópsmit á Eir: Mannekla meiri áskorun en smitin

Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi.
Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Hópsmit kórónuveiru er komið upp á hjúkrunarheimilinu Eir Grafarvogi, þar sem 26 heimilismenn á einni deild hafa smitast.

Enn sem komið er eru flestir með væg einkenni og nokkuð stór hópur einkennalaus, en hópurinn greindist í skimun eftir að tveir með einkenni greindust með veiruna.

Þetta segir Þórdís Tómasardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Eir, í samtali við mbl.is.

Erfitt að missa starfsmenn í einangrun

Sex starfsmenn eru að auki smitaðir og segir Þórdís að það sé erfitt að missa einkennalitla og einkennalausa starfsmenn í einangrun. 

„Við erum eiginlega hræddari við að geta ekki sinnt þörfum íbúa heldur en að Covid fari illa með þau. Það er eiginlega meiri áskorun en Covid-sýkingin sjálf,“ segir Þórdís. Starfsfólkið sem eftir standi sé duglegt en þó erfitt að kljást við undirmönnun.

Jafnstórt hópsmit hefur ekki áður greinst á Eiri en nokkur smit hafa greinst í faraldrinum. 

„Það hefur sem betur fer gengið vonum framar, en þetta er það stærsta sem hefur komið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka