Fella eins metra regluna úr gildi á viðburðum

Frá Eldborg í Hörpu fyrir faraldur.
Frá Eldborg í Hörpu fyrir faraldur. mbl.is/Styrmir Kári

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að frá og með morgundeginum verði hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum.

Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir fellur úr gildi þann 1. mars og hefur sóttvarnalæknir sagt að til skoðunar sé að slaka á reglum í millitíðinni.

Sam­ráðshóp­ur tón­list­ariðnaðar­ins sendi frá sér opið bréf til rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyrr í vikunni þar sem hóp­ur­inn lýs­ir því að ótækt sé að halda tón­leika með nú­gild­andi tak­mörk­un­um.

Skoraði hóp­ur­inn á yf­ir­völd að falla frá eins metra regl­unni þegar í stað á skipu­lögðum viðburðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert