Ísland rekur lestina í afléttingum

Ríkisstjórnin kynnti framlengingu sóttvarnatakmarkana á föstudag í síðustu viku.
Ríkisstjórnin kynnti framlengingu sóttvarnatakmarkana á föstudag í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öllum takmörkunum í sóttvarnaskyni verður aflétt í Svíþjóð á miðvikudag eftir viku, þann 9. febrúar.

Sænska dagblaðið Expressen greindi frá þessu nú fyrir skemmstu. Ljóst er að Ísland rekur lestina þegar litið er yfir tímasetningar afléttinga á Norðurlöndum.

Samkvæmt upplýsingum sem sænska ríkissjónvarpið hefur fengið, munu lýðheilsuyfirvöld landsins ráðleggja ríkisstjórninni á morgun að aflétta öllum takmörkunum.

Í kjölfarið muni ríkisstjórnin kynna afléttingarnar á blaðamannafundi. Fólki verði framvegis einvörðungus ráðlagt að halda sig heima, verði einkenna kórónuveirusmits vart.

Stjórnvöld á öðrum Norðurlöndum hafa þegar ákveðið að aflétta takmörkunum á komandi dögum eða vikum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddu við blaðamenn …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddu við blaðamenn eftir að tilkynnt var að aðgerðir yrðu framlengdar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Noregur: Aflétt fyrir 17. febrúar

Yfirvöld í Noregi tilkynntu í gær að áætlað sé að öllum sóttvarnartakmörkunum þar í landi verði aflétt fyrir 17. febrúar, eða innan rúmlega tveggja vikna.

„Við erum loks­ins kom­in á þann stað að við get­um aflétt mörg­um af þeim tak­mörk­un­um sem við höf­um þurft að búa við í vet­ur,“ sagði Jon­as Gahr Store for­sæt­is­ráðherra Nor­egs á blaðamanna­fundi í gær.

Ferðamenn sem koma til Nor­egs þurfa nú ekki leng­ur að fara í sýna­töku á landa­mær­un­um.

Danmörk: Búið að aflétta

Danir afnámu samkomutakmarkanir innanlands á mánudag.

Bólu­sett­ir ein­stak­ling­ar geta einnig þegar ferðast til Dan­merk­ur án þess að þurfa að fram­vísa nei­kvæðri niður­stöðu úr skimun eða sæta sótt­kví, óháð því hvaðan þeir eru að ferðast.

Rík­is­borg­ar­ar inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins geta ferðast til Dan­merk­ur þrátt fyr­ir að vera óbólu­sett­ir, en þeir þurfa þá að fara í skimun inn­an 24 klukku­stunda frá komu, nema þeir fram­vísi nei­kvæðri niður­stöðu úr hraðprófi eða PCR-prófi.

Finnland: Öllu aflétt 1. mars eða fyrr

Öllum tak­mörk­un­um í Finnlandi verður aflétt þann 1. mars eða fyrr. Stefna stjórnvöld þar í landi að því að aflétta öll­um tak­mörk­un­um vegna kór­ónu­veirunn­ar þessum mánuði.

Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær.

Tak­mörk­un­um vegna kór­ónu­veirunn­ar á menn­ing­ar- og íþróttaviðburðum verður aflétt 14. fe­brú­ar

Færeyjar: Aflétt í febrúar

Færeyingar hyggjast aflétta öllum sínum takmörkunum í þessum mánuði.

Sú ákvörðun var tek­in eftir miðjan janúar, sökum þess hve lít­il áhrif far­ald­ur­inn var þá far­inn að hafa á sjúkra­hús og aðra veiga­mikla innviði sam­fé­lags­ins, eins og mbl.is fjallaði um.

Alls greindust 710 smit þar í gær, en sá fjöldi jafngildir um 5.250 smitum hér á landi á einum degi.

Ísland: Tilslakanir kannski kynntar eftir tvo daga

Hér á Íslandi hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagst mögulega munu kynna einhverjar tilslakanir á föstudag.

„Ég reikna með að ég muni nýta tím­ann núna, í þessu sam­tali bæði við heil­brigðis­stofn­an­ir um allt land og spít­al­ann, og sam­tal við sótt­varna­lækni, hvort að á föstu­dag­inn ég geti komið með ein­hverj­ar til­slak­an­ir. En það er bara of snemmt að full­yrða um það núna,“ sagði heilbrigðisráðherra í gær.

Fyrr í dag var ákveðið að frá og með morg­un­deg­in­um verði hætt að gera kröfu um eins metra ná­lægðarmörk á sitj­andi viðburðum.

Tilkynnt var á föstudag að aðgerðum hér innanlands yrði aflétt á sex til átta vikum.

Þann 11. mars verða liðnar sex vikur frá þeirri tilkynningu, og átta vikur þann 25. mars.

Nái vonandi í mark í lok mars

Greint var frá því á mbl.is í morgun að ríkisstjórnin skoði það nú, í sam­ráði við sótt­varna­lækni, að ráðast í frek­ari aflétt­ing­ar á sótt­varn­a­regl­um en áður hafði verið kynnt, t.a.m. breyt­ing­ar á ein­angr­un og sótt­kví.

Þá kvaðst sótt­varna­lækn­ir vonast til þess að mögu­legt verði að aflétta aðgerðum hraðar en tilkynnt var í síðustu viku. Hann telji góðar lík­ur á að Íslend­ing­ar „nái í mark“ í bar­átt­unni í lok mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert