Lýsti yfir sakleysi sínu í héraðsdómi

Dumitru segist ekki hafa grunað að Daníel væri slasaður eftir …
Dumitru segist ekki hafa grunað að Daníel væri slasaður eftir atvikið en ef hann hefði grunað það hefði hann hringt í neyðarlínuna. mbl.is/Árni Sæberg

Dumitru Calin, sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að hafa látið far­ast fyr­ir að koma manni til bjarg­ar, þegar Daní­el Ei­ríks­son lést í Kópa­vogi í byrj­un apríl á síðasta ári, lýsti yfir sakleysi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ríkisútvarpið greinir frá.

Í ákæru kom fram að maður­inn ók bif­reið á 15-20 km hraða út af bíla­plani við Vindakór þrátt fyr­ir að Daní­el héldi báðum hönd­um í hliðarrúðu á bíln­um og þar af leiðandi dreg­ist eða hlaupið með tæpa 14 metra þar til hann féll í jörðina.

Í fram­hald­inu hafi ákærði ekið af vett­vangi án þess að huga að Daní­el og með þeirri hátt­semi stofnað lífi og heilsu Daní­els í aug­ljós­an háska, að því er seg­ir í ákær­unni. Af­leiðing­ar þessa alls voru að Daní­el lést á sjúkra­húsi dag­inn eftir vegna höfuðáverka sem hann hlaut við fallið.

Segist hafa verið hótað með haglabyssu

Dumitru segist ekki hafa grunað að Daníel væri slasaður eftir atvikið en ef hann hefði grunað það hefði hann hringt í neyðarlínuna.

Hann lýsti fyrir dómi að þeir hafi hist fyrir utan heimili Daníels í Kópavogi þann 21. apríl 2021 til þess að eiga fíkniefnaviðskipti. Hvorugur þeirra hefði þó vitað hvern þeir væru að fara að hitta en fyrir atvikið höfðu þeir átt í hörðum deilum.

Dumitru segir Daníel hafa mætt vopnaður heim til hans og hótað honum vegna verðmæta sem hann hafi stolið. Brotaþoli hafi síðan sett aðra hönd í vasann nokkrum sinnum og ákærða grunað að hann væri vopnaður.

Fullyrti að hann hafi ekki haft annarra kosta völ

Dumitru fullyrti fyrir dómi að hann hefði ekki haft annarra kosta völ en að keyra af stað eða fara út úr bílnum og hlaupa burt, hann hafi ekki þorað út úr bílnum.

Fram kom að brotaþoli hafði ítrekað beðið ákærða um að stoppa bílinn sem hann hafi ekki gert fyrr en brotaþoli féll í jörðina.

Ákærða hafi ekki grunað að brotaþoli væri slasaður þar sem hann segist hafa séð í baksýnisspegli bílsins að Daníel hafi reynt að standa aftur á fætur og elta bílinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert