Flestir bátar við strönd en kafbátur á leið í vatnið

Flestir aðrir bátar eru kominir í höfn.
Flestir aðrir bátar eru kominir í höfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjarstýrður kafbátur frá fyrirtækinu GAVIA verður settur í Þingvallarvatn þar sem meginþungi leitarinnar að flugvélinni týndu fer nú fram. Samkvæmt starfsmanni GAVIA sem stýrir bátnum er um að ræða kafbát sem mælir bæði sidesonar og tekur háskerpumyndir.

Bátar á vegum björgunarsveita annars vegar og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hins vegar hafa nú siglt yfir vatnið í um tvær klukkustundir í leit að vélinni án árangurs og eru þeir flestir nú komnir í land.

Þá hefur einnig fjarstýrður mælingabátur frá fyrirtækinu Sjótækni verið settur í vatnið.

Kafbáturinn er á leið í vatnið.
Kafbáturinn er á leið í vatnið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er einkaaðili sem kemur að leitinni og er þarna með séraðgerðasveitinni,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Lögregla er á vettvangi.
Lögregla er á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert