Nálgast hundrað verkefni

Um 450 manns hafa komið að aðgerðum björgunarsveita vegna óveðursins.
Um 450 manns hafa komið að aðgerðum björgunarsveita vegna óveðursins. mbl.is/Þorsteinn

Rétt fyrir klukkan sex voru verkefni sem björgunarsveitir á landinu hafa leyst að nálgast hundrað. 

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

„Frá því í nótt og fram eftir morgni eru um 450 manns sem standa vaktina, klár í húsi eða í verkefnum, hjá okkur,“ segir Davíð Már.

Hann segir ekkert alvarlegt útkall vera komið enn. „Þetta eru mest verkefni sem við þekkjum í svona veðrum; fok á lausamunum og fok á klæðningum,“ segir hann. 

Davíð segir kannski helst óvenju mikið að tilkynningum þar sem hurðar og gluggar hafa fokið upp. Það sé þó verkefni sem algeng séu í óveðrum.

Enn eru verkefnin flest á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Davíð segir Vestannaeyjar hafa sloppið vel hingað til „og munu líklega sleppa vel úr þessu“. 

mbl.is