Búið að finna alla hina látnu

Aðgerðir Landhelgisgæslunnar og ríkislögreglustjóra við Þingvallavatn í dag vegna flugvélar …
Aðgerðir Landhelgisgæslunnar og ríkislögreglustjóra við Þingvallavatn í dag vegna flugvélar sem fór í vatnið. Stefnt var að því að reyna að ná þeim upp sem fórust í slysinu. mbl.is/Óttar

Búið er að finna lík allra þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst á Þingvallavatni fyrir helgi. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá á Facebook-síðu sinni.

Aðgerðir í dag áttu að hefjast í morgun, en vegna slæmra skilyrða og íss á vatninu var beðið fram eftir degi og ísinn meðal annars brotinn til að komast að réttum stað. Upphaflega átti að notast við kafara sem færu alla leið á tæplega 50 metra dýpi, en í ljós kom að aðstæður til köfunar þóttu of hættulegar vegna kulda og ísmyndunar. Því var notast við smákafbát með griparmi sem fór niður á botn og færði hina látnu upp á yfirborðið. Var kafbátnum stýrt af pramma á yfirborði vatnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert