Kafa líklega ekki í dag

Aðgerðir við Þingvallavatn í dag.
Aðgerðir við Þingvallavatn í dag. mbl.is/Óttar

Líklegt er að fresta þurfi þeim björgunaraðgerðum vegna flugslyssins sem hefjast áttu í dag við Ölfusvatnsvík þar sem ísinn á vatninu er orðinn of þykkur til að hægt sé að framkvæma þar köfun, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. 

Allir viðbragðsaðilar eru nú tilbúnir á vettvangi og fóru prófanir á köfunarbúnaði fram klukkan níu í morgun eins og til stóð. Búið er að sjósetja prammana en þar sem ísinn er of þykkur til að hægt sé að fara með þá lengra þarf að sækja tæki til að greiða leiðina.

Að sögn Odds var þetta viðbúin staða enda ekki óþekkt vandamál í köfun á Íslandi. 

„Þetta er ein af hættunum sem við áttum von á.“

Hann segir erfitt að meta hversu langt sé í að búnaðurinn komi á svæðið en hann eigi ekki von á því að það verði kafað í dag, verður það líklega gert á morgun. Samkvæmt veðurspánni eigi þó að blása í dag og gæti því ísinn brotnað upp að einhverju leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert