Nauðgunardómur staðfestur en bætur lækkaðar

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Reebar Abdi Mohammed vegna nauðgunar á kvennasalerni skemmtistaðar árið 2019. Landsréttur ákvað hins vegar að lækka bætur sem Reebar hafði verið dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu úr þremur milljónum í tvær milljónir.

Reebar áfrýjaði dómi héraðsdóms og vísaði meðal annars til þess að villur hefðu verið í túlkun framburðar hans við skýrslutöku hjá lögreglu og í dómsal og það hafi orðið til þess að framburður hans hafi virst misvísandi, en til þess var vísað í forsendum héraðsdóms. Landsréttur taldi hins vegar eftir athugasemdir túlksins að ekki væru efni til þess að verða við kröfu mannsins um sýknu vegna þessa.

Í dómi héraðsdóms var farið yfir málsatvik. Reeb­ar er sagður hafa komið að kon­unni þar sem hún stóð fyr­ir fram­an sal­erni á skemmti­staðnum. Kysst hana, leitt inn á sal­erni, lagt hönd henn­ar að kyn­fær­um sín­um, stungið fingri inn í leggöng áður en hann reyndi að þvinga lim sín­um inn í leggöng henn­ar. Síðan að hafa reynt að fá kon­una til að hafa við sig munn­mök en þá komst kon­an und­an. Meðan á þessu stóð greip Reeb­ar um hár kon­unn­ar sem reyndi ít­rekað að fá mann­inn af hátt­semi sinni.

Kon­an fór á bráðamót­töku strax um nótt­ina þar sem meðal ann­ars komu fram áverk­ar á kyn­færa­svæði kon­unn­ar. Að sögn kon­unn­ar komu þeir við það þegar hún reyndi að klemma sam­an lær­in þegar Reeb­ar reyndi að hafa við hana sam­ræði. Þá þótti hátt­erni kon­unn­ar á bráðamót­töku sýna að mann­eskj­an var í upp­námi og þótti frá­sögn henn­ar trú­an­leg. 

Reeb­ar neitaði sök en viður­kenndi að hafa verið á skemmti­staðnum. Sagði hann að kon­an hefði kysst hann og viljað hafa við hann sam­ræði á sal­erni skemmti­staðar­ins. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munn­mök auk þess að koma við brjóst henn­ar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf af­klæðst inni á sal­ern­inu.

Í málinu var meðal annars notast við myndbandsupptökur úr eftirlitskerfi staðarins sem sýndi fram á annað en Reebar hélt fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert