Reyna að ná flugvélinni eftir nokkrar vikur

Ákveðið hef­ur verið að fresta aðgerðum við að ná flug­vél­inni …
Ákveðið hef­ur verið að fresta aðgerðum við að ná flug­vél­inni TF-ABB upp úr Þing­valla­vatni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hef­ur verið að fresta aðgerðum við að ná flug­vél­inni TF-ABB upp úr Þing­valla­vatni þar sem vatnið hef­ur lagt á ný og er reiknað með að reynt verði aftur eftir nokkrar vikur.

Í samtali við mbl.is segir Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi, að bíða þurfi eftir því að hitni verulega í veðri, ísinn haldi áfram að þykkna og er nú um fjórir eða þrír sentimetrar en hann var rúmlega einn sentímeter í gær.

Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi.
Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Svo brutum við upp eitthvað í morgun og það er strax byrjað að leggja aftur það sem við brutum upp, þannig að vatnið heldur bara áfram að leggja og ísinn að þykkna,“ segir Rúnar.

„Það þarf að hitna verulega til þess að það myndi breytast og vatnshitinn er orðinn svo lágur líka.“

Þykkt íssins er nú um fjórir eða þrír sentimetrar en …
Þykkt íssins er nú um fjórir eða þrír sentimetrar en hann var rúmlega einn sentímeter í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Viðbragðsaðilar voru komn­ir á vett­vang klukk­an 6 í morg­un.
Viðbragðsaðilar voru komn­ir á vett­vang klukk­an 6 í morg­un. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert