Ákærður fyrir að nauðga karlmanni á salerni

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru í málinu.
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa bæði nauðgað og gert tilraun til að nauðga öðrum karlmanni á skemmtistað í Reykjavík í fyrra.

Í ákæru málsins kemur fram að brotin hafi átt sér stað í ágúst. Er hann ákærður fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa ruðst inn á salerni á skemmtistaðnum þar sem hinn maðurinn var staddur. Þar hafi hann dregið niður buxur og nærbuxur mannsins og reynt að hafa við hann endaþarmsmök án samþykkis. Kemur fram í ákærunni að sá sem fyrir þessu varð hafi ítrekað reynt að ýta þeim sem ruddist inn á salernið í burtu.

Náði hann að ýta þeim sem ruddist inn frá sér, en sá fór þá niður á hnén og reyndi að hafa munnmök við manninn sem hafði verið inn á salerninu. Komst maðurinn sem fyrir árásinni varð þó út fyrir rest.

Þá er árásarmaðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa stuttu síðar farið á eftir sama manni aftur inn á salernið og nauðgað honum þar. Aftur kemur fram að hinn maðurinn hafi ítrekað sagt að hann vildi þetta ekki. Hafi árásarmaðurinn jafnframt þvingað hinn til munnmaka þrátt fyrir mótbárur hins. Náði maðurinn að lokum að komast út af salerninu.

Sá sem er ákærður í málinu er að lokum ákærður fyrir brot á lögum um útlendinga með því að hafa bæði grunnfalsað ökuskíteini og kennivottorð í fórum sínum.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni fer fram á fimm milljónir í miskabætur í málinu, auk þess sem ákæruvaldið fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert