Sólveig Anna formaður Eflingar á ný

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í annað sinn.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í annað sinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur verið kjörin formaður verkalýðsfélagsins á ný.

Þetta varð ljóst rétt í þessu, þegar úrslit úr stjórnarkjöri Eflingar voru tilkynnt. B-listinn sem Sólveig fór fyrir hlaut flest atkvæði.

Sólveig Anna mun taka við af Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á aðalfundi félagsins.

Þrír listar buðu fram í stjórnarkjörinu; A-listi – Eflingarlistinn og var Ólöf Helga Adolfsdóttir oddviti hans, B-listi – Baráttulistinn sem Sólveig Anna veitti forystu og C-listi – sem Guðmundur Jónatan Baldursson fór fyrir. 

Á kjörskrá voru 25.841 en 3.900 manns (15,09 prósent) greiddu atkvæði. Þau féllu svona: 

A-listi: 1434 atkvæði, 36,77 prósent,

B-listi: 2042 atkvæði, 52,49 prósent,

C-listi: 331 atkvæði, 8,49 prósent,

88 tóku ekki afstöðu.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Sólveig fagnar með félögum sínum á Barion á Granda.
Sólveig fagnar með félögum sínum á Barion á Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fallist í faðmlög.
Fallist í faðmlög. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert