Taka nú á móti fólki allan daginn

Mikið álag hefur verið á heilsugæslunni vegna kórónuveirufaraldurs.
Mikið álag hefur verið á heilsugæslunni vegna kórónuveirufaraldurs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkurra vikna bið getur verið eftir viðtali við heimilislækni á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu, ef beðið er um einhvern sérstakan lækni. Biðin er styttri ef fólki vill hitta hvaða lækni sem er. Sú breyting hefur hins vegar orðið á þjónustu heilsugæslunnar að fólk getur komið hvenær sem er dagsins og fengið viðtal við hjúkrunarfræðing og eftir atvikum lækni. Sú þjónusta er fyrst og fremst hugsuð fyrir erindi sem ekki þola bið, það er að segja geta ekki beðið næsta lausa tíma.

Lesandi sem skráður hefur verið hjá heilsugæslunni í Árbæ í áratugi fær þau svör, þegar hann vill bóka tíma hjá heimilislækninum sínum, að hann komist að eftir mánuð. Hann heyrir að sama bið sé hjá öðrum heilsugæslustöðvum í nágrenninu.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir stjórnendur vita af bið þótt ekki hafi verið gerð könnun á biðlistum alveg nýlega. Hún segir að vel geti verið að fólk þurfi að bíða í einhverjar vikur ef það óskar eftir tíma hjá „sínum lækni“. Spurð um skýringar á því nefnir hún skort á heimilislæknum, miklar pestir um þessar mundir og kórónuveirufaraldurinn. Á sama tíma og miklar annir séu, meðal annars við eftirfylgd með Covid-sýktum, sé Heilsugæslan sjálf að missa fólk í frátafir vegna Covid.

Ef fólk er til í viðtal við hvaða lækni sem er, þá sé ekki bið í mánuð.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert