Skotárásir ótengdar glæpahópum

Sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra hefur ekki skapast hér svipað ástand og í nágrannalöndum okkar. Fullt tilefni er þó til að fylgjast náið með þróun mála þar. „Það má almennt draga þær ályktanir að menn hiki síður við að beita vopnum í innbyrðisátökum,“ segir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður greiningardeildarinnar. En er þetta eitthvað sem greiningardeildin hefur varað við undanfarin ár?

Sem svar við því bendir Runólfur á að í skýrslu greiningardeildarinnar um skipulagða brotastarfsemi (2021) sé fjallað um rannsókn sem var gerð á magni fíkniefna í skólpi.

„Greina mátti verulega aukningu hvað varðar neyslu kókaíns og amfetamíns. Þetta er dæmi um eina af þeim breytum sem nauðsynlegt er að horfa til þegar aðstæður í okkar samfélagi eru metnar.

Greiningardeild hefur varað við því í skýrslum sínum að einn fylgifiskur þess að fleiri brotahópar hasli sér völl á Íslandi geti leitt til átaka um yfirráðasvæði. Hér er ítrekað að skotárásir sl. viku eiga að sögn LRH ekki rætur að rekja til slíkra átaka.“

Hafa þungar áhyggjur

Stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) gaf út yfirlýsingu í gær. Hún lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi lögreglumanna í ljósi liðinna atburða. Þá er minnt á fyrri yfirlýsingar um þörf fyrir umtalsverða fjölgun lögreglumanna og aukna þjálfun þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert