2.881 smit innanlands – 53% sýna jákvæð

mbl.is/Kristinn Magnússon

2.881 greind­ist með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær. Þetta kem­ur fram á covid.is en alls greind­ust 2.957 í gær, þar af 76 á landa­mær­un­um.

Er þetta mesti fjöldi smita sem greinst hef­ur á ein­um sól­ar­hring inn­an­lands en áður greind­ust mest 2.489 smit í fyrradag.

Tek­in voru 5.405 inn­an­lands­sýni og því ljóst að 53% sýna voru jákvæð.

11.494 eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19.

50 eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjör­gæslu.

 

mbl.is