Fleiri tilkynni eldri brot í kjölfar MeToo

Rannsókn er hafin vegna máls manns sem lést í haldi …
Rannsókn er hafin vegna máls manns sem lést í haldi lögreglu aðfaranótt sunnudags. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Til­kynn­ing­um um kyn­ferðis­brot hef­ur fjölgað mikið en alls var til­kynnt um 220 nauðgan­ir á síðasta ári, eða 37% fleiri en árið þar á und­an.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem segir að fjölgun tilkynninga megi líklega rekja til aukinnar vitundavakningar og samfélagslegrar umræðu.

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að hafa skuli í huga að um sé að ræða tilkynningar, ekki það hvenær brot voru framin.

Samfélagsleg umræða og vitundavakning í kjölfar bylgja MeToo-hreyfingarinnar geti haft þau áhrif að brotaþolar ákveði að stíga fram og tilkynna brot sem áttu sér stað í fortíðinni.

„Vitundavakning og aukin umræða í þjóðfélaginu, getur haft það í för með sér að hún ýti við einhverjum sem hugsar „nú ætla ég að kæra brotið gegn mér“, brot sem átti sér kannski stað fyrir tíu árum síðan,“ segir Ævar.

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Ljósmynd/Almannavarnir

Tilkynntum brotum fjölgi því, án þess að hægt sé að áætla neitt um það hvort að brotum sé að fjölga.

Hann vonist þó til þess að auknar tilkynningar hafi það í för með sér að brotum fækki og að uppi sé minni þolinmæði fyrir kynferðisbrotum.

„Við viljum fá þetta til okkar,“ segir Ævar og minnir á að þau brot sem tilkynnt er um séu aðeins brot af þeim sem eiga sér stað.

Mikil fjölgun hefur verið á tilkynntum kynferðisbrotum en alls bárust …
Mikil fjölgun hefur verið á tilkynntum kynferðisbrotum en alls bárust tilkynningar um 220 nauðganir á síðasta ári, 37% fleirum en árið þar á undan. Skjáskot/Lögreglan

Stafræn kynferðisbrot færst í aukana

Spurður hvort faraldurinn hafi haft áhrif á brot sem koma á borð lögreglu segir hann að í faraldrinum hafi stafræn brot færst í aukanna.

„Faraldurinn í heild sinni hefur aðeins kannski breytt ásýnd brotanna og innflæðis hingað inn til okkar,“ segir Ævar.

Um sé að ræða annars vegar blygðunarsemisbrot og hins vegar kynferðislega áreitni „þar sem samfélagsmiðlar og netið koma við sögu“.

„Við viljum hvetja fólk til þess að til þess að tilkynna brot gegn sér,“ segir Ævar og nefnir að verið sé að bæta við bæði upplýsingagjöf til þolenda og bætta skráningu kynferðisbrota, en í lok síðasta árs var nýrri þjónustugátt komið á fyrir þolendur kynferðisbrota.

mbl.is