Mótmæli vegna yfirheyrslnanna

Boðað hefur verið til mótmæla vegna yfirheyrslnanna.
Boðað hefur verið til mótmæla vegna yfirheyrslnanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Ungliðahreyfingar Sósíalista, Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Viðreisnar hafa boðað til mótmæla vegna yfirheyrslna lögreglunnar á fjórum blaðamönnum sem fjölluðu um „skæruliðadeild Samherja“.

Blaðamönnunum fjórum er veitt staða sakbornings en þeir eru grunaðir um að hafa átt hlut í broti gegn friðhelgi einkalífs með fréttaskrifunum. Verður mótmælt á Austurvelli á morgun klukkan tvö. Þá verður einnig mótmælt á Ráðhústorgi á Akureyri.

Blaðamennirnir fjórir voru boðaðir í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar.
Blaðamennirnir fjórir voru boðaðir í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar.

Telja ekki vafa á því að upplýsingar varði almenning

Stjórn samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá fordæmir rannsóknina og segir í tilkynningu frá félaginu að það sé hafið yfir vafa að upplýsingarnar sem komu fram í fjölmiðlaumfjöllun blaðamannanna vörðuðu almannahagsmuni, en fjölmiðlum er játað ríkara tjáningarfrelsi sé umfjöllunin þess eðlis.

„Um er að ræða upplýsingar um ámælisverða háttsemi eins áhrifaríkasta fyrirtæki landsins sem byggir afkomu sína á auðlindum þjóðarinnar. Það er almenn regla í lýðræðisríkjum að fjölmiðlafólk njóti sérstakrar lagaverndar í sínum störfum þegar kemur að hagnýtingu upplýsinga, hvaðan svo sem þær koma. Í ákvæðum hegningarlaga sem lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra byggir rannsókn sína á tekur löggjafinn skýrt fram að ekki sé hægt að styðjast við ákvæðin þegar „háttsemin (sé) réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna,“ eins og í þessu tilviki á við fjölmiðla,“ segir í ályktun samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina