Uppsögn eftir kinnhest ólögmæt

Kennararnum voru dæmdar átta milljónir í bætur.
Kennararnum voru dæmdar átta milljónir í bætur. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Norðurlands dæmdi í dag kennara alls 8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmæts brottrekstrar, þar af sex milljónir vegna fjártjóns og tvær milljónir vegna miska. Þá var Dalvíkurbyggð gert að greiða 1,2 milljónir í málskostnað.

Kennaranum var vikið úr starfi eftir að hafa fengið kinnhest frá nemanda og veitt honum kinnhest til baka, að því er greint er frá á vef Kennarasambands Íslands. 

Greip um úlnlið nemanda, fékk kinnhest og sló til baka

Taldi kennarinn nemandann hafa sýnt sér ókurteisi þegar hann gekk um svæði í íþróttatíma utan húss í óþökk kennarans, en hann settist þá á hækjur sér og tók um úlnlið stúlkunnar og bað hana að færa sig. 

Stúlkan svaraði með orðunum: „ekki fokking snerta mig,“ og gaf kennaranum kinnhest. Í dómsorðinu er haft eftir kennaranum að honum hafi brugðið við og hann hafi ósjálfrátt farið í sjálfsvörn með því að gefa nemandanum „léttan kinnhest“.

Var kennararinn sendur í launað leyfi í kjölfarið þar sem málið var kært til lögreglu en síðar var það fellt niður – í kjölfarið var kennaranum sagt upp. Hafði hann þá skilað andmælum til bæjaryfirvalda.

Taldi dómurinn atvikið ekki vera gróft brot í starfi, svo að það réttlæti fyrirvaralausan brottrekstur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert