Aðeins 5% af raforkunni til heimilanna

mbl.is/Þorsteinn

Stórnotendur kaupa 78% af allri raforku sem framleidd er í landinu og þar er málmvinnsla langfyrirferðarmest. Aðeins 5% af raforkunni fer til notkunar á heimilum landsins. Rafkyntar hitaveitur nota um 1% orkunnar. Athygli vekur að flutningstöp og úttekt frá vinnslufyrirtækjum nema 5% orkunotkunar sem er jafn mikið og heimilin nota.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið aflaði upplýsinga frá Orkustofnun um það hvernig raforkunni er ráðstafað og byggist meðfylgjandi graf á þeim. Miðað er við raforku sem framleidd er í virkjunum sem tengjast flutningskerfinu sem vissulega er megnið af orkunni. Eitthvað er um orku sem afhent er beint frá virkjunum, þar á meðal er sú orka sem notuð er við rekstur orkvinnslunnar sjálfrar.

Í grafinu eru fyrirtæki sem nota meira en 80 gígawattstundir á ári flokkuð sem stórnotendur. Gagnaver sem nota minni orku en það eru flokkuð undir þjónustu í almennri raforkunotkun.

Styrking flutningskerfa

Ávallt tapast hluti þeirrar orku sem framleiddur er, á leið sinni um flutnings- og dreifikerfi. Það eru 3% samkvæmt þessum upplýsingum og við bætist það sem kallað er úttekt frá vinnslufyrirtækjum og eru töp og úttekt samtals 5%.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: