Funda um afléttingu í dag

Fundur ríkisstjórnar hefst klukkan 12 á hádegi.
Fundur ríkisstjórnar hefst klukkan 12 á hádegi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin mun funda í hádeginu vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þetta staðfesta heimildir mbl.is.

Vísir greindi fyrst frá.

Núgildandi reglugerð um takmarkanir innanlands rennur út á föstudaginn 25. febrúar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur nú þegar skilað minnisblaði með tillögum varðandi afléttingar.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur áður sagt að stefnt verði að því að aflétta öllum takmörkunum þegar reglugerðin rennur út á föstudaginn. Í samtali við mbl.is í gær sagði hann að það gæti mögulega gerst fyrr, sem væri þá í dag eða á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert