Játaði brot sín að hluta í skotárásarmáli

Frá upphafi aðalmeðferðar í morgun.
Frá upphafi aðalmeðferðar í morgun. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Maður­inn sem var skot­inn af lög­reglu á Eg­ils­stöðum í ág­úst og var ákærður fyr­ir að hafa skotið af byssu sinni nokkr­um sinn­um, bæði inni í húsi fyrr­ver­andi manns sam­býl­is­konu sinn­ar og víðar, játaði brot sín að hluta en neitaði meðal ann­ars sök um til­raun til mann­dráps. Þetta kom fram við aðalmeðferð máls­ins á í morgun í Héraðsdómi Aust­ur­lands.

Líkt og mbl.is hef­ur greint frá er maður­inn ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps, hús­brot, eign­ar­spjöll og vopna­laga­brot, hót­un, brot gegn barna­vernd­ar­lög­um, brot gegn vald­stjórn og hættu­brot. Fram kem­ur í ákæru máls­ins að hann hafi að kvöldi 26. ág­úst ruðst heim­ild­ar­laust inn í íbúðar­húsið á Dal­seli, und­ir áhrif­um áfeng­is og vopnaður hlaðinni hagla­byssu af teg­und­inni Ber­etta A400Lite og hlaðinni 22 kalíbera skamm­byssu, með þeim ásetn­ingi að bana hús­ráðanda. 

Var hús­ráðandi ekki heima en maður­inn skaut þrem­ur skot­um úr hagla­byss­unni inn­an­dyra og tveim­ur úr skamm­byss­unni. Þá skaut hann einnig tveim­ur skot­um í hlið bif­reiðar og fram­an á ann­an bíl, bæði með hagla­byss­unni og skamm­byss­unni.

Í ákær­unni kem­ur jafn­framt fram að maður­inn hafi hótað sambýliskonu sinni og hótað tveim­ur drengj­um sem voru í hús­inu sem hann réðst inn í, fjór­tán og tólf ára, með hlaðinni hagla­byssu þar sem þeir sátu í sófa. Drengj­un­um tókst að flýja út um dyr sem lágu út í garð og inn í nær­liggj­andi skóg. 

Maðurinn neitaði við aðalmeðferðina að hafa hótað sambýlis konu sinni. Hann neitaði um ásetning að hafa ætlað að bana húsráðanda og en neitaði sök um tilraun til manndráps og hættubrot. Hann játaði hins vegar brot gegn vopnalögum, eignaspjöll og að hluta brot gegn valdstjórninni. Þá neitaði hann  sök um að hafa hótað drengjunum og að hluta brotum gegn valdstjórn og vopnalagabrotum. Þau valdstjórnarbrot sem hann játar tengjast því að hafa skotið af haglabyssu út úr húsinu að lögreglumönnum sem voru í vari á bak við bifreið, en hann neitaði að hafa gengið að þeim og miðað að þeim hlaðinni haglabyssu.

Maðurinn samþykkti jafnframt bótaskyldu í málinu varðandi munatjón þó hann neiti fjárhæðum.

Uppfært: Í upphaflegri frétt kom fram að maðurinn hefði játað um ásetning um að hafa ætlað að bana húsráðanda og neitað sök um tilraun til manndráps. Rétt er að hann neitaði um ásetning að hafa ætlað að bana húsráðanda líkt og neitun um tilraun til manndráps ber með sér. Hefur fréttin verið uppfærð samkvæmt því.

Húsið sem skotið var á í Dalseli á Egilsstöðum.
Húsið sem skotið var á í Dalseli á Egilsstöðum. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert