Appelsínugul viðvörun fyrir vestan

Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun er núna í gildi á Vestfjörðum og á Breiðafirði.

Á Vestfjörðum eru norðaustan 18 til 25 metrar á sekúndu og talsverð snjókoma eða skafrenningur með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður er á svæðinu.

Í Breiðafirði eru norðaustan 20-28 m/s með mjög snörpum vindhviðum. Það er hvassast norðantil á svæðinu, að sögn Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert