Beiting kjarnorku skref í átt til glötunar

Frá tilraunaskoti Rússa á langdrægum Yars-eldflaugum 19. febrúar síðastliðinn.
Frá tilraunaskoti Rússa á langdrægum Yars-eldflaugum 19. febrúar síðastliðinn. AFP

„Beiting kjarnorkuvopna væri skref í átt til glötunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fyrirskipun Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að kjarnorkusveitir skuli vera í viðbragðsstöðu. Hún segir að um afar slæm tíðindi sé að ræða og að grannt sé fylgst með stöðunni.

Í gær var greint frá því að íslenskri lofthelgi yrði lokað fyrir umferð rússneskra loftfara og að afnumin yrði einfaldari meðferð vegabréfsáritana fyrir rússneska stjórnarerindreka, viðskiptafólk, þingmenn, diplómata og tengda aðila til að sýna samstöðu með Úkraínu.

Stöðug gæsla

Innt eftir því hvaða eftirlit sé til staðar hér á landi segir Katrín að alltaf sé til staðar kafbátaeftirlit. Hún segir að ef vart verði við rússneska kafbáta þá geri þau ríki sem sinna hér gæslu NATO viðvart. Hún nefnir að meðal annars hafi portúgalski flugherinn verið við Ísland frá 24. janúar sem hluti af reglubundinni loftrýmisgæslu. Það verkefni stendur til 30. mars.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert