Líklegt að tekið verði við flóttafólki

Mörg hundruð þúsund Úkraínumenn eru á flótta vegna innrásar Rússa. …
Mörg hundruð þúsund Úkraínumenn eru á flótta vegna innrásar Rússa. Hér sést hópur fólks sem hefur komist með rútu frá Úkraínu til Ungverjalands. AFP

„Ef þróunin heldur áfram með þessum hætti finnst mér ekki ósennilegt að það komi beiðnir um að taka við flóttafólki hingað eða að stjórnvöld hér ákveði það,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Framsóknarflokksins og formaður flóttamannanefndar.

Margir Úkraínumenn eru að flýja landið vegna innrásar Rússa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra kallaði flóttamannanefnd saman til fundar síðastliðinn föstudag til að ræða stöðu þess fólks sem hefur neyðst til að fara frá heimilum sínum í Úkraínu og flýja til nágrannaríkjanna í kjölfar innrásarinnar. Fól ráðherra nefndinni að fylgjast náið með framvindu mála, í samráði við hin norrænu ríkin, önnur Evrópuríki og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega var tekið fram að nefndin fylgdist vel með aðstæðum á landamærum nágrannaríkja Úkraínu.

Stefán Vagn segir að nefndin vinni að þessu verkefni. Meðal annars þurfi að meta umfang málsins. Tekur hann fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um móttöku flóttamanna.

Rætt verður við sveitarfélög

Hlutverk flóttamannanefndar er að annast móttöku kvótaflóttamanna, það er að segja fólks sem stjórnvöld bjóða til landsins. Stefán segir að nefndin hafi einnig tekið að sér ýmis sérverkefni fyrir stjórnvöld og nefnir flóttafólk frá Afganistan sem dæmi um það. Úkraínuverkefnið flokkist undir þannig verkefni.

Hægt er að nálgast fréttina í fullri lengd í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert