Fjöldi Íslendinga með Disney+ tvöfaldast

Íslendingar eru líklegri nú til að nota Disney+.
Íslendingar eru líklegri nú til að nota Disney+. AFP

Íslenskum áskrifendum Disney+ fjölgaði úr 24% í 43% á milli áranna 2021 og 2022. Flestir Íslendingar eru áskrifendur að Netflix (77,8%), þar á eftir Sjónvarpi Símans Premium (43,2%), og þar á eftir Disney+ (43,1%).

Kemur þetta fram í könnun Maskínu sem gerð var dagana 14.-19. janúar 2022 og voru svarendur 952 talsins.

Síðla árs 2021 svaraði Disney+ kalli menntamálaráðherra og var ís­lensk­um skjá­textum og tal­setning­um komið í notk­un á streym­isveit­unni.

Fólk búsett í Reykjavík er líklegast til þess að vera áskrifendur að Netflix (81,4%), næstlíkegast að Disney+ (47,3%) en 27,9% eru áskrifendur að Stöð 2 og 31,9% áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium.

Þá voru íbúar Suðurlands og Reykjaness líklegastir til þess að vera áskrifendur að Stöð 2 (40,8%), 24,% Reykvíkinga eru áskrifendur að miðlinum og á sama við um 33,1% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur.

mbl.is