Ákærður fyrir gróf brot gegn dóttur sinni

Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir skömmu.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir skömmu. mbl.is/Jón Pétur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, en brotin áttu sér stað sama daginn á árinu 2020.

Fram kemur í ákæru málsins að dóttirin hafi verið ein í bíl með föður sínum þegar hann hafi brotið á henni með að nudda kynfæri hennar. Síðar hafi hann stöðvað bifreiðina og m.a. átt við hana munnmök án samþykkis auk þess að stinga fingrum í leggöng hennar.

Fram kemur í ákærunni að faðirinn hafi nýtt sér yfirburðastöðu sem faðir hennar sem og að hafa verið einn í bíl með henni fjarri öðrum. Hann er svo einnig ákærður fyrir að hafa strokið henni utanklæða síðar á heimili sínu.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa haft rúmlega 20 þúsund ljósmyndir og 10 þúsund hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt í fórum sínum á fartölvu, farsíma og á flakkara.

Í einkaréttakröfu fer dóttirin sjálf fram á að faðirinn greiði sér 4,8 milljónir í bætur vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert