Metupphæðir í söfnunum fyrir íbúa Úkraínu

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Ljósmynd/UNICEF

„Það er greinilegt að hugur fólks er hjá fólki í Úkraínu og þeim sem hafa þurft að flýja átökin,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið.

Nokkur íslensk hjálparsamtök hafa efnt til safnana fyrir fórnarlömb stríðsins í Úkraínu. Morgunblaðið ræddi við forsvarsmenn nokkurra samtaka í gær og má af þeim samtölum ráða að Íslendingar vilji gjarnan leggja sitt af mörkum til að aðstoða Úkraínumenn.

Birna segir að neyðarsöfnun UNICEF hafi verið sett í gang strax þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og hafi söfnunin gengið vonum framar. „Við finnum fyrir fádæma stuðningi. Nú hafa safnast í kringum 35 milljónir króna sem er einstakt fyrir neyðarsöfnun. Og við erum hvergi nærri hætt.“

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta valið sér upphæð á heimasíðu Unicef eða sent SMS-ið Unicef í símanúmerið 1900 og þá gjaldfærast 1.900 krónur af símareikningi. Þá er nú bryddað upp á þeirri nýbreytni að hægt er að taka þátt þegar fólk verslar í Krónunni, bæði í appi verslananna og við sjálfsafgreiðslukassa. „Því hefur verið tekið ótrúlega vel,“ segir Birna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »