Tímaáætlun sáttmálans var full bjartsýn

Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf, sem heldur meðal annars utan um verkefnið Borgarlína telur að tímaáætlanir þeirra sem undirrituðu samgöngusáttmála, hafi verið full bjartsýnar. Tiltekur hann sérstaklega gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Þeirri framkvæmd átti að vera að ljúka en mikið verk er óunnið áður en hægt verður að hefja framkvæmdir.

Davíð er gestur Dagmála í dag og er þar farið yfir stöðu mála í uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Rætt er um svokölluð flýtigjöld sem innheimta á af ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu upp á 60 milljarða króna fram til ársins 2033.

Farið er yfir stöðu Keldnalandsins en sala á því landi er hluti af fjármögnun verksins. Rætt er um aukna tafir í umferðinni á næstu árum, eða allt þar til Borgarlína mun bjóðast sem valkostur og þá væntanlega minnka umferðartafir.

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert