Frosti í ótímabundið leyfi frá störfum

Frosti Logason er í leyfi frá störfum sínum hjá Sýn.
Frosti Logason er í leyfi frá störfum sínum hjá Sýn. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Frosti Logason, dagskrárgerðar- og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í leyfi frá störfum eftir að fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um andlegt ofbeldi. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla í samtali við mbl.is.

Að sögn Þórhalls óskaði Frosti eftir því að fara í leyfi sjálfur, sem mun vera ótímabundið, en málið var nú þegar til umræðu þegar sú beiðni barst. 

Aðspurður sagði Þórhallur að hann gæti ekki sagt til um hvort leyfið myndi síðar leiða til uppsagnar en hann segir málið áfram vera til skoðunar.

Hótaði að dreifa upptöku

Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta Frosta, kom nýlega fram í hlaðvarpinu Eigin konur þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og sagði hann meðal annars hafa brotið gegn sér þegar hann tók hana upp í kynferðislegum athöfnum án hennar vitundar. Síðar hafi hann hótað að dreifa því.

Í færslu á Facebook í gær gekkst Frosti við ásökunum. Þar segist hann taka fulla ábyrgð á hegðun sinni og ætlar hann ekki að rengja hennar upplifun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert